top of page
Um ortis

Árni Þórðarson

Eftir sérnám í tannréttingum við Háskólann í Osló árið 1986 hefur Árni Þórðarson gegnt fjölmörgum ábyrgðarstöðum í fagi sínu jafnt á innlendum sem erlendum vettvangi. Hér á landi hefur hann til að mynda gegnt stöðu forseta Tannréttingafélags Íslands og lektorstöðu við tannlæknadeild Háskóla Íslands.  Árni hefur haldið fyrirlestra á sviði tannréttinga, bæði hérlendis og erlendis. Víða um heim, svo sem í Tyrklandi, Póllandi, Ísrael, Þýskalandi og Hann hefur einnig gefið út fjölda greina í ritrýndum fagtímaritum á sínu sérsviði, nú síðast í American Journal of Orthodontics í samstarfi við Íslenska Erfðagreiningu, þar sem leitað var að orsökum meðfæddrar tannvöntunar.  

Árið 2013 var Árni forseti Evrópuþings EOS (European Orthodontist Society) sem haldið var í Reykjavík.  Þangað komu sérfræðingar frá 72 löndum og er ráðstefnan sú stærsta sem haldin hefur verið í Hörpu fram til dagsins í dag.  Árni hefur verið meðlimur í Angle Society frá 1993 og var formaður vísindanefndar á fundi félagsins árið 2018.  Árni er meðlimur í EBO (European Board of Orthodontics) og sat um árabil í dómnefnd félagsins.

Súrefni new design2  2022-2023 (2).png
Map
Footer
ortis_logo-2.png

OPNUNARTÍMI

Mánudaga - Fimmtudaga

8:30  -  16:30

Föstudaga

8:30  -  14:00

Aðalvalmynd

Hafðu samband

bottom of page